Stofnandi, eigandi og framkvæmdarstjóri TV Tækniþjónustu Verktaka er Tryggvi Jakobsson, Byggingafræðingur frá Byggeteknisk Höjskole í Horsens Danmörku og Múrarameistari frá Meistaraskólanum í Reykjavík. Er í Félagi Íslenskra Byggingafræðinga og í Félagi matsmanna. |
|
|
TV Tækniþjónusta Verktakar ehf. stofnað 1989 |
|
• |
TV var áður alhliða verktaka og ráðgjafafyrirtæki þó aðallega á sviði viðhalds, endurbóta og sérhæfðra verkefna. Eitt þekktasta verk er frágangur á lóð við Þotuhreiðrið sem stendur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Starfssvið var aðallega á sviði endurbóta s.s. steypu og múrviðgerða. T.d. múrklæðningar, loftrastaklæðningar, glugga og glerskipti, flísalögn, þéttingar og málun. |
|
• |
Síðan 1994 hefur starfsemin aðallega verið í formi alhliða ráðgjafar varðandi mannvirki, (fjöleignahús) úttektir, mat, útboð, samningsgerð, hönnun og eftirlit. Mest hefur verið um endurbætur er varða steypu, múr, þak og tréviðgerðir. Einnig hefur verið um endur steiningu að ræða bæði að hluta til og heildar endursteiningu.
Nokkuð hefur verið um ráðgjöf varðandi ástand fasteigna til fólks er hugar að kaupum á fasteignum. Á þessum tíma hefur fyrirtækið haft umsjón með viðhaldsframkvæmdum á nokkur þúsund íbúðum í fjöleignarhúsum.
|
|
• |
Tæknileg þjónusta til verktaka og meistara. |
|
• |
Einnig hefur TV tekið að sér verkefni fyrir ýmsar verkfræðistofur svo sem úttektir og verkeftirlit, s.s. verkeftirlit með Safnaðarheimili Kópavogs í Samvinnu við Teiknistofuna á Óðinstorgi. Gerði úttekt á Borgarleikhúsinu með Línuhönnun nú Eflu ehf. |
|
• |
Frá júlí 2008 og til febrúar 2009 tók fyrirtækið að sér tjónamat í Ölfusi eftir stóra jarðskjálftann í samvinnu við Almennu Verkfræðistofuna fyrir Viðlagatryggingu Íslands. |
|
• |
Tryggvi hefur verið dómskvaddur matsmaður, einnig í yfirmati mörgum dómsmálum í eigin nafni fyrir Héraðsdóm Reykjaness og Héraðsdóm Reykjavíkurásamt því að hafa verið meðdómari við Héraðsdóm Reykjanes og héraðsdóm Reykjavíkur. |